– Vegna aðstæðanna í þjóðfélaginu er opnunartími veitingastaðarinns nú fremur óreglulegur. –
– Vinsamlegast hafið samband í síma: 453-8170 fyrir frekari upplýsingar –
Á Hótel Varmahlíð leggjum við mikla áherslu á þægilega upplifun, góðan mat og persónulega þjónustu í veitingasalnum okkar.
Við vinnum með framleiðsluaðilum í héraði og bjóðum það besta sem Matarkistan Skagafjörður hefur á boðstólum hverju sinni.
Yfir sumarið er veitingastaðurinn opinn alla daga.
Byrjaðu daginn á því að fá þér morgunverð hjá okkur.
Við bjóðum upp á klassískt Evrópskt morgunverðarhlaðborð alla morgna.
Hentar einkum vel fyrir árrisula ferðalanga eða þá sem eru í gistingu á svæðinu í kring. Þeir sem hyggjast nýta sér morgunverðarhlaðborðið hjá okkur, eru vinsamlegast beðnir um að panta kvöldið áður.
Yfir daginn geta gestir og gangandi komið og fengið sér rjúkandi kaffidrykki og köku dagsins, auk þess sem við bjóðum upp á nokkra vel valda létta rétti af matseðli. Að sjálfsögðu bjóðum við líka upp á úrval drykkja.
Á kvöldin tekur við matseðill með úrvali rétta þar sem áherslan er á
hráefni úr héraði líkt og áður hefur komið fram. Salurinn tekur 80 manns í sæti.
Við tökum glöð á móti hópum, hvort sem um er að ræða afmælisveislur, saumaklúbba, fjölskyldu- vina- eða vinnuhittinga eða bara eitthvað allt annað. Við hins vegar biðjum ykkur að hafa samband og panta með fyrirvara ef fjöldinn fer yfir tíu manns.
Yfir vetrarmánuðina bjóðum við upp á að opna veitingastaðinn fyrir hópa, sé pantað með fyrirvara.