+354 453 8170 info@hotelvarmahlid.is

Skagafjörður

Í Skagafirði er boðið upp á ýmsa afþreyingu allt árið, bæði innandyra og utan. Skagafjörður er einna helst þekktur í tengslum við íslenska hestinn og fjölmargir aðilar á svæðinu bjóða upp á hestaferðir. Jökulárnar í Skagafirði hafa verið vettvangur flúðasiglinga um árabil og mjög vinsælt svæði fyrir hópa og ýmsa ofurhuga. Fjöldi skemmtilegra gönguleiða, við allra hæfi, er að finna í Skagafirði.

Safnið í gamla torfbænum að Glaumbæ er einnig mjög athyglisvert sem og torf kirkjan að Víðimýri, fjöldi annarra afþreyingarmöguleika má finna á Sauðárkróki sem er í um 20 mínútna akstursfjarlægð.

Á www.visitskagafjordur.is geturðu fundið fjölda annarra afþreyingarmöguleika og ferðaþjónustuaðila á svæðinu, við hlökkum til að fá þig “heim” á hótelið eftir spennandi dag í Skagafirði.